Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: skilgreiningaveira?

í Heimspeki fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Er alveg sammála því að skilgreiningar eru mikilvægar til að einfalda okkur að tala saman. Fullt af nýjum orðum og hugtökum eru búin til í hinum ýmsu faggreinum,og ekki að ástæðulausu sem einungis fagmenn þekkja og þeir sem hafa lesið sér eitthvað til um efnið. En hugtök eins og ást,hamingju,fegurð og etc. jafnvel list er ekki eins klippt og skorið, og erfitt að setja þau í orð innan einhvers ramma,og engin tilgangur í því heldur. Ég get tjáð mig í orðum,hvað mér finnst vera list, ást og...

Re: Er fegurðin til!?

í Heimspeki fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Einhvern tíman var hugtakið fegurð búið til,eins og öll önnur orð í okkar orðaforða. Fyrir tilstilli málsins, sem auðveldar okkur að tjá tilfinningar og aðrar kenndir sem erfitt er að lýsa og stundum vantar okkur orð til að lýsa einhverju. Það þarf ekki endilega að skilgreina hvað fegurð er, því skoðanir eru svo skiptar á því og aldrei myndi neinn verða sammála um eina skilgreiningu,alveg eins og með ást og hamingju.

Re: Eitt líf er ekkert líf

í Heimspeki fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Eftir að hafa lesið umræðurnar um þetta málefni kemur mér á óvart hvað hægt er að skrifa endalaut um þetta efni. Þetta er bara mjög vel skrifuð grein og mörg tilsvörin sem ég hef lesið hér á huga eru ekki síðri. Aðalmálið virðist vera hvort sál sé í raun og veru til ? Ólíklegt er að verði komist til botns í því máli þó flestir virðast vera á því máli að sálin sé ekki til. Ég myndi kannski ekki ganga svo langt og segja það að “Eitt lif er ekkert líf” (Hvað sem það á að merkja), en...

Re: Er fegurðin til!?

í Heimspeki fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Hef ekki heldur lagt stund á neina heimspeki en það er áhugavert að velta fyrir sér hlutum sem þykja svo sjálfgefnir. Tek það svo fram að það sem ég skrifa eru bara mínar hugleiðingar og ekki neitt réttari eða betri en aðrar. Sumt fólk er blint, þó skynjar það fegurðina eins og við hin, en skynjunin er bara sterkari og næmari á öðrum sviðum sbr.heyrn, snerting og fl. Það er auðvitað hægt að efast um allt, er til fegurð ? Er eitthvað til sem heitir raunveruleiki ? Ekkert er haldbært í þessum...

Re: Fer heimurinn versnandi?

í Heimspeki fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Varðandi spurninguna, um hvort heimur versnandi fer ? Þá tel ég svarið við henni vera, einfalt já ! Fleira fólk fellur í dag vegna þeirrar griðarlegu tækni sem hefur orðið til á skömmum tíma,púðrið var fundið upp sem hægt var að nota í skotvopn, og hvað eina, síðan voru kjarnorkuvopnin fundin upp sem notuð voru á Hirozima og Nagasaki, sjaldan hefur orðið jafn mikið mannfall og í fyrri og seinni heimstyrjöldinni. Sífellt eignast fleiri og fleiri þjóðir kjarnorkuvopn, sem skapar visst...

Re: Vandræði

í Rómantík fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Þú spyrð um hvernig persóna strákurinn á að vera, það er öruggleg til jafnmörg svör við því og við erum misjöfn. Það sem ég met mest er að hann sé einlægur,hlýr,elskulegur og traustur. Þetta virðist kannskir klisjukennt en þegar ég hugsa um það þá held ég að það sé það sem skiptir mestu máli. Þessir eiginleikar sem ég nefndi hér finnst mér vera mjög fágætir en kannski hefur maður einfaldlega verið svo óheppin. Síðan sakar ekki að hann sé öruggur með sjálfan sig en það er alls ekki eitthvað...

Re: Öll von um rómantík fokin út um gluggann?

í Rómantík fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Já , ég er alveg sammála því að maður sem er búin að sofa hjá 50 er ekki mjög eftirsóknarverður,hann hefur allavega ekki góðan orðstír og mjög erfitt að treysta. Annars finnst mér aldurmunurinn ekkert vera gígantískur, en það er auðvitað matatriði hjá hverjum og einum

Re: Öll von um rómantík fokin út um gluggann?

í Rómantík fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Það er ekkert “ fucked up ” með það. Þegar fólk er drukkið þá hefur það stundum látið til leiðast þó það þekkist ekki náið, það hafa margir lent í því. Óþarfi að stimpla stelpur gærur út af því.

Re: Öll von um rómantík fokin út um gluggann?

í Rómantík fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Icedevil “Ég veit líka um konur sem sofa hjá fólki sem að það þekkir ekki ”squat“… Þær kallas vændiskonur… ” Hvað ertu eiginlega meina ? Í fyrsta lagi minnist þú ekkkert á hvað karlmenn kallast sem hafa sofið hjá mörgum. Hvað heldur þú að það sé mikið af fólki sem hefur sofið hjá einhverjum sem það þekkir lítið afþví það hefur drukkið sig fullt.

Re: Öll von um rómantík fokin út um gluggann?

í Rómantík fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Steiny Tja… þið margar hverjar eruð ekki skárri, grunnhyggnar, hugsið margar bara um útlit og hvernig bíl gæinn á. Þessi fullyrðing þín að við hugsum bara um útlit og á hvernig bíl hann er á er svo kolröng. Í fyrsta lagi er það hallærislegasta sem ég sé er einhver strákur á rosa bíl með hendina út um gluggann, sólgleraugu og eina hendi á stýri(alveg að drepast úr töffaraskap). Flestum stelpum er alveg sama hvað tegund bíl hann keyrir og svo frv., annars sakar ekki að hann eigi bíl. Það að...

Re: Öll von um rómantík fokin út um gluggann?

í Rómantík fyrir 21 árum, 4 mánuðum
IceDevil “ aha…..16 ára gæra og bílafprófsgúmmitöffari og smástelpuveiðari ” Sérðu ekki smá öfugsnúið við þessa fullyrðingu þína. Þú kallar strák bilaprófsgúmmitöffara sem hefur sofið hjá yfir 50 stelpum,minnist ekkert á lauslæti hans og kallar svo hana gæru, þú hefur ekki hugmynd um hvort þetta sé fyrsti srákur sem hún sefur hjá. Vertu aðeins nærgætnari þegar þú dæmir fólk. Er það eitthvað algilt að stelpur falla fyrir gaur bara afþví hann er eldri, stundum getur það gerst en það getur líka...

Re: Farsæl lausn á öllum vandamálum Þjóðarinnar!!

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 4 mánuðum
My mistake, sorry Ég hef þá greinilega oftúlkað það sem þú sagðir um að “ skólar þyrftu að keppa um nemendur og fá meira frelsi í námsskrá sinni”. Ég er alveg sammála því að það mæti auka frelsið í námskránni það er ansi lítið svigrúm sem gefið er í henni í dag.

Re: Farsæl lausn á öllum vandamálum Þjóðarinnar!!

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Varðandi skólakerfið er ég ekki sammála að það ætti að ríkja eitthvað lögmál eins og á hverjum öðrum markaði. Allavega myndi ég ekki vilja sjá þróunina í skólakerfinu líkjast meira og meira því sem gerist í Bandaríkjunum. Vissulega er mikið jákvætt í því að skólum er gefið meira sjálfstæði til að haga sínum málum þannig að meiri fjölbreytni myndi ríkja. En ég yrði hrædd um að það yrði til þess að sumir skólar myndu bjóða upp á betri gæði og verða í dýrari kanntinum sem ekki allir hefðu efni...

Re: Farsæl lausn á öllum vandamálum Þjóðarinnar!!

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Augustus Hvað verða um ljónin í frumskóginn ef þau gerast of gráðug,ef öll lömbin verða uppétin…. verður þá eitthvað eftir til að lifa á.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok