Ég átti einu sinni hund. Þessi hundur var mesta gæðablóð. Ég og fjölskyldan mín eignuðumst hana þegar hún var 3 ára, allt gekk vel í hálft ár þangað til að hún fór svo til afa míns í sveitina til að búa þar. Í fyrstu leit hún út fyrir að vera hamingjusamasti hundur í heiminum, en eftir því sem mánuðurnir liðu varð hún víðáttufælin og lítil í sér. Við gerðum allt sem við gátum til að hjálpa henni, en ekkert gekk. Litla skinnið hékk alltaf við ofnin og vildi ekki fara út, þótt við færum með...