Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

karlbark
karlbark Notandi síðan fyrir 19 árum, 11 mánuðum 4 stig

Re: Benz Umboðið!

í Bílar fyrir 15 árum, 2 mánuðum
“…og ekki bara taka slæmu sögurnar og muna þær bara, góðu sögurnar gleymast svo fljótt”. Hmm, já…mér var nú kennt það þegar ég fór í þjónustunám (v. vinnu hjá erlendu fyrirtæki) að fyrir hvert atvik af slæmri þjónustu, þá þarf 12 sinnum að veita góða þjónustu! 1 á móti 12!!

Re: Audi A4 turbo

í Bílar fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Já, ég var næstum búinn að kaupa mér Audi 100 í Svíaríki í fyrra, en úr varð að ég kepti SAAB 9000 CD í það skiptið. En ég fékk srax mikið álit á AUDI og gæti vel hugsað mér slíkan bíl til eignar, síðar meir. Ég fór inn á síðuna sem þeir eru með hjá sænsku bifreiðaskoðuninni og fletti honum upp. (Þ.e.a.s. ég held að ég hafi funið rétta tegund af A4). N.B. Þetta er sem sagt frá Sænsku bílaskoðuninni og byggir á ÖLLUM bílum sem eru færðir til skoðunar þar, í neytendaveldinu mikla… —————- Audi...

Re: Benzinn minn

í Bílar fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Snilldar bílar! Ég átti einu sinni svona eðalvagn og hann var reyndar bara keyrður 70 þúsund km. þegar ég keypti hann (þá 12 ára gamlan). Mér fannst þetta nú *grunsamlega* lítil keyrsla á 12 ára bíl, en þeir staðfestu þetta hjá Ræsi. (Seldur nýr hjá Ræsi 1978). Hann hafði reyndar þann stóra galla að hann var beinskiptur og bara 4.gíra kassi! Uss það má ekki gera svona bílum það! En 100.000 annars… …tjah… eftir síðustu vélarupptöku, kannski?

Re: Hvaða bón er best?

í Bílar fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ókei, einfalda svarið við þessu er: Nei. En hjá sænsku bílablaði, (Auto Motor & Sport) (þetta er sænsk útgáfa (eigið blað, þó) af þýska blaðinu með sama nafni) …voru þeir einmitt að gera stóra prófun á hinum ýmsu bóntegundum. Farðu inn á http://www.automotorsport.se/artikelmall.asp?version=6425 og neðst á síðunni er linkur sem heitir Bilvax (pdf). Þar er tafla með niðurstöðum úr prófinu hjá þeim. Sumar þessarra bóntegunda eru ekki til hérna heima, en þetta ætti að geta hjálpað þér eitthvað. -K

Re: Bílarnir mínir

í Bílar fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Tjah, ég hef nú ekki skrifað neitt hér inn. Ekki laggt neitt til málanna þ.e.a.s., en svo lagði ég inn spurningu um álfelgur & hvernig best væri að ná þeim þokkalegum, svo nú finnst mér ég knúinn til þess að segja *eitthvað* meira af mér og mínum bílum. Ég ætla nú svo sem ekkert að fara yfir þá ALLA, en læt fylgja svona smá mola um nokkra þeirra… 20.júní 1985 var fallegur dagur & sól skein í heiði. Ég gerði mitt besta í prófinu með prófdómarann mér við hlið….og gekk bara nokkuð vel,sko....
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok