Eitt helsta þemað í gegnum Harry Potter bækurnar er illvildin á milli Harrys og Snapes. Snape hefur verið harður við Harry og hefur verið gefið nokkuð í skyn í bókunum að það sé vegna gamals haturs á milli Snapes og James, pabba Harrys. Hvorki Harry né Snape virðast hafa nógan þroska til að taka á málum sínum, sbr. hvað Snape var æstur að láta dementor “kyssa” Sirius Black í þriðju bókinni. Harry hefur alltaf grunað Snape um hið versta og má vissulega taka undir það sjónarmið. Síðan í fjórðu...