Daginn gott fólk. Mér var bent á þessa umræðu og fannst ekki úr vegi að bæta hér örlítið við. Það er heldur djúpt í árina tekið að segja einhverja veiruvörn, F-PROT eða aðrar, vera drasl. Til dæmis varðandi tæknimennina, þá veit ég um marga tæknimenn sem nota F-PROT með góðum árangri. Ég veit þetta því ég starfa hjá FRISK og styð dyggilega við bakið á vörunni sem við bjóðum. Þeir fá því þá aðstoð sem þeir þurfa ef upp koma aðstæður þar sem einhverja sérþekkingu á óværunum þarf við....