Þetta er kannski frekar bjánaleg spurning, en ég var að spá í hvort einhver vissi um hvort það væri hægt að finna á netinu einhversstaðar nóturnar að hljómum á píanó?

Ég er að meina þarna A og E og C# Am og þanniglagað. Ég er nefnilega ekkert hrikalega klár á píanó, en ég átti einhverntíman nótnabók (sem var reyndar fyrir píanó, gítar og harmonikku, allt í einu) þar sem nótur fyrir hvert og eitt grip fyrir sig voru sýndar. Þessari bók er ég því miður búin að týna, þannig að ef einhver hérna getur sagt mér hvort ég geti fundið þetta einhversstaðar á netinu, væri það alveg frábært.

Ég kann ekki að leita að þessu, því ég er ekki alveg viss hvernig ég á að orða leitina. Hef gramsað á ýmsum síðum, en ekki haft heppnina með mér.