það er þá komið á hreint að þann 26 júli næstkomandi verður tekið á móti bretum og thai-knappa hingað á klakann til þess að berjast við á fyrsta íslenska muaythai mótinu sem ber yfirskriftina :
“no retreat, no surrender” og verður það haldið í valsheimilinu, hlíðarenda klukkan átta…
miðaverð…? það skil ég ekki en jimmy, eigandi pumping iron og promoter þessa móts vill að allir geti komið og horft á og því býður hann RINGSIDE miða á …1990!!! vanalega þekkjum við íslendingar 3990 fyrir ringside :)
og í stúku 1500… en COMMON þetta er ringside!!! 1990!!!
nú eru allir að hugsa um hverjir berjast… svo hér er það:

fyrstu einn eða tveir bardagarnir verða 2 litlir og fræknir strákar á aldrinum 11-12 og verður gaman að sjá þessa litlu stríðsmenn etja kappi í hringnum.

því næst verður bardagi með 2 strákum sem eru stutt á veg komnir en engu að síður tilbúnir að berjast í hringnum og gera sitt allra besta.

þá tekur við kickbox bardagi með viggó og mumma, en þeir strákar hafa æft kickbox í möööörg ár og eru með hreint fantagóða tækni og vel fínpússuð spörk og hlakkar mér til að sjá þennan bardaga.

þá tekur við fyrsti kvenna bardagi kvöldsins, en þar mætast hildigunnur og gyða í kickbox/muaythai bardaga og hafa þær verið að æfa stíft fyrir þetta og verður ekkert látið undan í þeim bardaga.

að þeim bardaga loknum mætast “tank attack” charin á móti hinum thailenska poungsak. charin hefur æft í mörg ár hjá jimmy og er með hreina muaythai tækni og þykir harður af sér.
poungsak hefur æft í thailandi og er með record af 4-2-2 og hlakkar undirrituðum geyfanlega að sjá þá mætast en þeir æft stíft fyrir þetta.

næsti bardagi verður skráður í íslensku martial arts söguna en þá mætir fyrsti íslenski kvenkyns muaythai keppandinn, ly tieu long (litli dreki) a.k.a. miss knock-the-f***-out hinni bresku katie procter. þetta verður fyrsti íslenski muaythai kvenna bardaginn og því hvet ég alla til að koma og hvetja okkar dömu til sigurs.

því næst tekur við rematch sem undirritaður hefur beðið eftir í marga mánuði.
ingþór “rauði dreki” vs paul murat i.a.m.t.f. champion of s.england.
ingþór tapaði fyrir paul í london á thunder & lightning 8 að sökum reynsluleysis og rangs bardaga tactics..
ingþór hefur verið að æfa og fókusera stíft á bardagan síðan hann boxaði undercard í höllinnin 8.mars síðastliðinn og vann.

að lokum tekur við annar bardagi sem undiritaðu hlakkar líka til en það er hann árni “úr járni” gegn david pacquette i.k.f. champion of england.
þeir sem sáu árna í höllinni 8 mars gegn hinum hollenska freddi ardenbuurg geta gert sér grein fyrir hverju þeir eiga við að búast frá honum árna kallinum, stanslausu actioni!!


já dömur mínar og herrar, það er stórt kvöld framundan og er þetta fyrsta publisheraða auglýsingin sem kemur út en það verður meira um þetta á næstunni og því hvet ég alla að taka þetta laugardagskvöld frá!!!!

meira update seinna…. :=)