Hérna koma my 2 cents inn í þessa vöðvaumræðu.
Mig langar soldið að kommenta á að fólk er búið að vera tala soldið um hvernig hinn og þessi lyfti, segjandi að bardagamenn ættu ekki að lyfta eins og vaxtaræktargaurar heldur frekar léttara og oftara.
Ef maður vill verða sterkur pund/pund, þá borgar sig að lyfta þungt og lyfta sjaldan. Þannig verða vöðvarnir þéttari (en oft endast þeir minna, það er rétt). Þannig gera ekki vaxtaræktarmenn heldur kraftlyftingarmenn. Að lyfta u.þ.b. 10-12 sinnum léttari þyngd (as in ekki 4-5 sinnum mikilli) byggir upp meiri þolkraft en gerir vöðvana líka stærri og þyngri. Vöðvi sem kemur úr þannig er það sem sumir kraftlyfingarmenn kalla “worthless jello” sem er kannski ekki nákvæm lýsing, en það sem þeir meina er að vöðvinn rýmir til, býr til pláss inn á milli sem er ekki vöðvi heldur geymsla fyrir t.d. kreatin einhýdrat (þótt þú takir það ekki inn, þá er það þarna samt!) sem nýtist manni í 10-12 lyftingunum. Vegna þess að það býr til geymslu verða vöðvarnir stærri og “lélegri” pund fyrir pund og vaxtaræktarmenn vilja stærðina.
Það hefur hinsvegar sýnt sig að fyrir bardagalistarmenn sem vilja þjálfa með sér kraft þá borgi sig ekki að lyfta 4-5 sinnum þungt, en ekki heldur að lyfta 10-12 sinnum. Fyrir bardagalistarmenn er betra að þjálfa færarann (agonist fyrir þá sem hafa lært vöðvafræði/líffærafræði) með t.d. boxpúða en að þjálfa stopparann (antagonist) með 4-5 lyftingum af hámarksþyngd. Þannig næst mestur kraftur á sem léttastann hátt (pund fyrir pund, gott er að miða við það vegna þess að þyngdarflokkar eru algengir)
Ekki ætti þó að lyfta ekkert með agonistanum, heldur kannski mest 1-2 í viku og þá 4-5 sinnum þungt á meðan maður gæti þessvegna lyft oftar með antagonistanum. Vandræðin sem bardagamenn lenda þó oft í með þjálfunina sína (nema þeir æfi professional..) er að eftir kraftlyftingar er enginn kraftur eftir fyrir sparkæfingar, margir hafa brent sig á að lyfta 3-5 sinnum í viku og láta það bitna á tækniæfingum og búðasparki, sem er ekki sniðugt.
Að sjálfsögðu er mikilvægt að vera með góða tækni og allt það, en ef tæknin manns er bara ballet á enginn eftir að finna fyrir henni.
Þetta voru kannski 4cents, hver veit.
Svona fyrir “backround check” áður en einhver fer að fleima þetta álit mitt þá er ég útskrifaður í líffræði og lífeðlisfræði og búinn að leita mér ýtarlegra upplýsinga um efnið. =)
Eins og menn segja, ef þú villt lyfta 200kg, lyftu þá, ef þú villt geta sparkað í 5x5 min, sparkaðu þá.
Fyrst ég er að lecturea um þetta á annaðborð ætla ég að fara aðeins í hvað það er sem takmarkar kraft höggs.
Þegar maður framkvæmir hreyfingu (segjum bara spark) er það hreyfarinn sem stjórnar hreyfingunni en stopparinn sem stoppar hana. Ef stopparinn er sterkur getur líkaminn leyft sér betur að hreyfa hreyfarann hratt, en ef hreyfarinn er brjálað sterkur en stopparinn aumur er það kraftur stopparans sem ræður. Hreyfarinn þjálfast þegar maður sparkar, en stopparinn sáralítið, þessvegna þarf maður að lyfta með stopparanum fyrir mikinn kraft, því maður þarf ekki að hafa jafnmiklar áhyggjur af endingu stopparans, hann er bara að vinna í 1/5 af tímanum sem hreyfingin tekur.
Í venjulegu sparki (miða við baldeung dolotjagi í tkd) eru það vöðvarnir framan á lærinu, neðri hluti aftanverðs læris og svo kálfrinn sem framkvæma hreyfinguna. Stopparinn er lærvöðvinn aftan á og rassvöðvinn (gluteus maximus fyrir nákvæmnina, því þeir eru fleiri en einn á rassinum). Einnig kemur inn annar takmarkandi faktor sem er balancearinn. Yfirleitt er magavöðvinn balancearinn í spörkum og hefur hann sömu áhrif og stopparinn: ef hann er aumur hleypir heilinn vöðvanum ekki hraðar.
Oft er sagt að hraði gefi af sér styrk, en það er frekar styrkur sem gefur af sér hraða líka.
Ég vona að einhver hafi haft gagn/gaman af þessu svari sem gæti þessvegna hafa verið grein.
Æfið stíft!!