Mér var sagt þetta ljóð fyrir nokkuð mörgum árum og ekki fylgdi með höfundurinn.

Er forvitinn að feðra þetta ljóð.

Ef þið kannist við það þá látið mig vita.


Grátt ljóð

Grái Pétur með gráa lund
hefur hann með sér gráan hund
og á gráum hesti ríður.
Grátt er allt hins gráa manns
grá er líka skykkjan hans
hann grár með foldu skríður.