Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

bak við luktar dyr (1 álit)

í Ljóð fyrir 16 árum, 4 mánuðum
bleikir veggir bláir draumar bak við litlar luktar dyr undir niðri leyndin kraumar bak við litlar luktar dyr renna niður stríðir straumar bak við litlar luktar dyr verð ég kyrr sem aldrei fy

Subject: kæri guð (4 álit)

í Ljóð fyrir 16 árum, 4 mánuðum
From: lubbi klettaskáld Date: Tue, November 20, 2007 3:10 am To: god@heaven.org Priority: High kæri guð, ég vona að ég trufli þig ekki vil alls ekki tefja þig við matarborðið eða við bænalestur. hef bara verið að spá og spekúlera um hitt og þetta. eins og til dæmis af hverju þú hjálpar ekki fólkinu þarna í stríðinu er það vegna þess að það trúir á annan guð en þig? eða af því að það hjálpar sér ekki sjálft? og af hverju deyja svona mörg börn í heiminum? 1 barn á mínútu er það ekki? eru...

reglulega frumlegt ljóð (7 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 8 mánuðum
ljóðið varð fyrir áhrifum nútímans og er þess vegna svona sett skringilega upp og án reglna.

Into my arms - Nick Cave (4 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Gullfallegur texti um ást og trú (eða trúleysi). Myndbandið er eitt það sorglegasta í heimi… Into My Arms I don't believe in an interventionist God But I know, darling, that you do But if I did I would kneel down and ask Him Not to intervene when it came to you Not to touch a hair on your head To leave you as you are And if He felt He had to direct you Then direct you into my arms Into my arms, O Lord Into my arms, O Lord Into my arms, O Lord Into my arms And I don't believe in the existence...

Afrek - Finnur Torfi Gunnarsson (0 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 12 mánuðum
Ljóð vikunnar er að þessu sinni eftir 27 ára gamlan vitleysing að nafni Finnur Torfi Gunnarsson. Ljóðið er fyndið en líka skemmtilega sett upp. afrek Ljóð þetta er ljótt og illa ort og fleiri galla það hefur við að glíma en þrátt fyrir það og þrátt fyrir mig náði ég að láta það ríma

Ironic - Alanis Morissette (3 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum
Yndisleg kaldhæðni leikur um þetta skemmtilega ljóð og svo er lagið ekki af verri endanum heldur… lífið er kaldhæðið! Ironic An old man turned ninety-eight He won the lottery and died the next day It’s a black fly in your chardonnay It’s a death row pardon two minutes too late Isn’t it ironic… don’t you think? Chorus: It’s like rain on your wedding day It’s a free ride when you’ve already paid It’s the good advice that you just didn’t take Who would’ve thought… it figures Mr. play it safe...

þorláksína (2 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 1 mánuði
nafn þitt er sem nýfallinn snjór vetrarins sem himinbjört nótt sumarsins sem ferskur andblær vorsins sem fagurgul laufblöð haustsins en samt einhvernveginn ekki.

Til eru fræ - Davíð Stefánsson frá Fagraskógi (3 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 1 mánuði
Ljóð vikunnar að þessu sinni er ljóðið Til eru fræ eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Ljóðið er í senn fallegt og sorglegt og fjallar um lífsins erfiði. Haukur Morthens söng lag sem samið var við þetta fallega ljóð. Til eru fræ Til eru fræ, sem fengu þennan dóm: Að falla í jörð, en verða aldrei blóm. Eins eru skip, sem aldrei landi ná, og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blá, og von sem hefur vængi sína misst, og varir, sem að aldrei geta kysst, og elskendur, sem aldrei geta mæst og...

sem sagt (4 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 1 mánuði
sem ég sit hér og drekki sorgum mínum oní hyldjúpt vínglasið sorglegur bitur einmana kuldalegur vitur máttvana sem ég sit hér sem ég

At my most beautiful - R.E.M. (2 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ljóð/texti vikunnar er eftir R.E.M. og heitir at my most beautful og er af plötunni Up sem út kom árið 1998. Textinn er fallegt og einfalt ástarljóð. fallegt + einfalt = crazy delicious! At My Most Beautiful I've found a way to make you smile I've found a way A way to make you smile I read bad poetry Into your machine. I save your messages Just to hear your voice. You always listen carefully To awkward rhymes. You always say your name, Like I wouldn't know it's you, At your most beautiful....

Sumarkveðja eftir Pál Ólafsson (1 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ákvað að hylla frænda minn (hálfbróðir langa-langa-langa afa míns, Jóns Ólafssonar) með því að hafa þetta fallega ljóð (lagið er fínt líka) sem ljóð vikunnar. Sumarkveðja Ó, blessuð vertu, sumarsól, er sveipar gulli dal og hól og gyllir fjöllin himinhá og heiðarvötnin blá. Nú fossar, lækir, unnir, ár sér una við þitt gyllta hár, nú fellur heitur haddur þinn á hvíta jökulkinn. Þú klæðir allt í gull og glans, þú glæðir allar vonir manns, og hvar sem tárin kvika á kinn þau kyssir geislinn þinn....

Kristalnótt - Maus (0 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 3 mánuðum
kristalnótt af plötunni lof mér að falla að þínu eyra. haltu þér fastar í mig, við erum ekki enn fullkomlega samvaxin. haltu þér fastar í mig, og ég skal reyna að hafa vit fyrir okkur báðum. ég skal gefa þér gull, silfur og völuskrín. gefa þér allt og alla sem þarfnast þín, ég myndi gefa þér allan heiminn, væna! ef þú næðir utan um hann. haltu þér fastar í mig, kysstu mig fljótt haltu í mér síðasta andanum. en ef þú sleppir, missir takið, verður það sem hamarshögg á kristalnóttu. þar sem...

maður spyr sig (1 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 5 mánuðum
skyldi unginn vera með fuglaflensu eða er þetta bara venjulegt kvef?

of seint (4 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 6 mánuðum
of seint uppgötvaði ég mistökin ég hafði gleymt hjartanu í hinum buxunum

hnoð (5 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 6 mánuðum
með lífið í lúkunum hnoðaði ég kúlur og læddi þeim í byssur dátanna og vonaði að þeir hittu í mark

eirðarleysi (3 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 7 mánuðum
seyðandi tónlistin dansar inn um eyru kaffihúsa gestanna sem vart taka eftir því að lífið þýtur framhjá fyrir utan gluggann heldur gaspra um allt og ekkert sem skiptir máli og fá sér sopa af andvöku drykkjum sem bera fín nöfn á meðan sit ég þögull og íhuga að fara út í lífið

og á skall þögnin (6 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 8 mánuðum
fölgult sólarlagið kyssir satínbláan sæinn kaktusgræn augu þín stinga rústrautt blóðið þekur litlausa jörðina hrímhvít þögnin nísti

roði (5 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 10 mánuðum
þú daðrar við mig eins og sólin daðrar við sjóndeildar hringinn en þegar á reynir roðnarðu niður í rassgat og hverfur á bak við fjöllin

of seint (2 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 11 mánuðum
of seint uppgötvaði ég mistökin ég hafði gleymt hjartanu í hinum buxunum

án titils (3 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 12 mánuðum
með lífið í lúkunum hnoðaði ég kúlur og læddi í byssur dátanna og vonaði að þeir hittu í mark

óskhyggja (5 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 2 mánuðum
ég vildi að lífið væri fallegt lag á nótnablaði mínu þá myndi ég leika létt á það og aldrei slíta streng

án titils (2 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 5 mánuðum
rúbinrautt blóðið rann fallega niður bústnar kinnar “sem betur fer var þetta bara skráma” hugsaði fórnarlambið rétt áður en það datt niður og stóð ekki upp aftu

haust (1 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 7 mánuðum
ryðguð morgunsólin blæs yl yfir heiminn í síðasta sinn senn lýkur sumri og frostbitið tunglið frystir lífið

uppskriftin (2 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 8 mánuðum
ég mun aldrei aftur gefa þér uppskriftina að ástinni því þú mis- notar hana alltaf notar hana í skyndi- kynni eða drullumall eða að þú mis- skilur hana óviljandi og klúðrar málunum þú verður héðan í frá að finna upp þína eign upp- skrift ég gefst upp

ísraelinn (9 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 9 mánuðum
ég hef barist á banaspjóti ég hef varist skotum og grjóti saknað og misst sparkað og slegið elskað og kysst grátið og hlegið ég hef móðgað klórað og bitið ég hef blóðgað og misst vitið ég er dáður hataður líka ég hef áður drepið slíka
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok