Ég vildi að sjórinn yrði að mjólk,
og undirdjúpin að skyri.
Fjöll og hálsar að floti´ og tólg
og frónið að súru smjöri.
Uppfyllist óskin mín;
öll vötn í brennivín.
Holland að heitum graut,
Horngrýti gamalt naut,
Grikkland að grárri meri.


Ég held mikið upp á þessa vísu en veit því miður ekki hver samdi hana. Langamma mín kenndi mér hana og mér þykir hún afar skemmtileg.