Búðarferðir

Stundum út í búð,
þarf maður að hlaupa.
Þá verður sveitt okkar húð,
Því það er svo margt að kaupa.

Mikið kex og mikla ávexti,
kaupa mikið að borða.
Vona bara að búðin haldi rekstri,
þetta er erfitt að orða.

Svo þegar maður losnar,
þegar maður er búinn að bíða í röð.
Þegar maður veit hvað þetta kostar,
þá verður manneskjan ekki glöð.

Því allt kostar skyldinginn,
aðeins verslunarstjórann hægt að saka.
Allt í kassann setur búðarmaðurinn,
en stundum fær maður eitthvað til baka.

Höfundur:
tigga