Þegar ósögðu orðin
gleymast í amstri dagsins
og berast ei
til eyrna minna.
Þá mun ég fljótt gleyma

Þegar hið fallega fiðrildi
á vængjum vonarinnar
hefur flogið burt.
Þá mun ég fljótt kveðja

Þegar björtu stundir okkar
víkja fyrir fjarveru þinni
og villast
í langri bið.
Þá skulum við þegar gleyma

Þegar bjartsýni augna þinna
hefur stungið af
og horfið úr mér og þér.
Þá skulum við þegar kveðja