óskhyggja

ég vildi að ég gæti
trúað á guð
-bara einhvern guð
því þá gæti ég líka
trúað á englana
og trúað því að þú
værir engill í himninum
og allir hinir englarnir
væru að passa þig
því ég get ekki
haldið á þér og verndað þig
frá öllu illu

Þín mamma


P.S. Öll komment velkomin…