Hér er eitt sem ég hef persónulega aldrei verið neitt hrifin af mér sjálf. Finnst að ég hefði getað gert betur… enn jæja ég læt það flakka.

Hún er ein
stendur uppi á stein
hjarta hennar sundurtætt
í marga daga hefur blætt
maðurinn með svarta hárið
gaf henni sorgina og tárið.
Af ást kom hann, af hatri fór hann
Og hún elskaði þennan grimma mann.
Til himins hún teygir sína arma
leitar að guði vill hann faðma
ekkert gerist allt er hljótt
myrkur allt í kring dimma nótt.
Hún er ein
stendur uppi á stein
með brostnar vonir, brostnar þrár
niður vanga hennar rennur
hið eilífa tár.
Dagga.