Þetta ljóð skrifaði ég eftir að mig dreymdi mjög sorglegan draum um að ég væri karlmaður. Reyndar var það ekki sorglegi parturinn við drauminn að ég væri karlmaður :)

Einmanna váfra ég um strætin
í þessari sorgmæddu borg.
Kringum mig öskrin og lætin
auka á þessa sorg.

Ég tek ekki eftir neinu
af því sem í kingum mig er.
Ég man bara eftir því einu
að þú ert ei lengur hér.

Sorgin hún sker í mitt hjarta,
því dauðinn hann sýndi sig.
Hrifsaði ljósið mitt bjarta
í burtu hann fór með þig.

Nú er ég einn hérna eftir,
gatan ei lengur bein.
Í hjarta mitt myndast brestir
í sál mína blóðug mein.

Höf/Dagga.