Einhvern tíman fyrir langa löngu sendi ég þetta ljóð inn á Rómantík, á máské betur heima hér.

Ég er fastur
inn í ást
sem ég sleppti
en sem vill ekki sleppa mér

Ást sem ég ræktaði
en kastaði svo burt
Ást sem fann hamingju sína á ný
en varð eftir sem tár

Hefði ástin orðið hamingjusöm hefði henni ekki verið sleppt
Hvernig að lifa með svona stórt tár
Sé ekki lengur sólina, sjálfan mig, né þann
sem ég var eða mun vera fyrir þessu tári

Ég ræktaði ást
en rækta nú tár
Tár sem er að drekkja mér.