Snarruglaður, íklæddur ótta
hleyp ég einn um vígvöllinn,
veit ekkert, hef ekkert, finn ekkert,
nema þjáninguna sem faðmar mig.

Ég er týndur stríðsmaður
sem hefur gleymt því að eitt sinn
tilheirði ég vöskum flokki manna
sem saman gat nánast allt.

Ég var; Legioner hjá Sesari;
Samúrai hjá Keisara;
Riddari hjá Drottningu. -

Við vorum ósigrandi en það man ég ekki…

Því að í höfði mér býr ein rödd,
sem er með tímanum hefur orðið ráðandi,
óþolandi rödd, blekkjandi rödd,
sem vill engan flokk, heldur vill aðeins burt.