Kónguló hugans verpir og bíður átekta
vefur þykka vefi sem hugmyndir festast við
étur þær skástu af bestu lyst og ropar
brosandi ánægð horfir á mig og vill desert
vex og dafnar svo ört að höfuðið tútnar út
labbandi Conehead biður um herraklippingu
vefirnir þekjast yfir heyrn mína og sjón

eldheitur koss færir mér óvænta heimsókn
karlkyns kónguló skríður upp í munninn
frjóvgar anskotahlutinn í höfði mér
fyrir vikið er étinn sem dýrasti desert
hausinn minn springur eins og ofsoðið egg
feimið ljós glóir útum mölbrotið opið
“True words are never spoken”