Einstæðar mæður 
eru ekki örfáar hræður
hugga þegar blæður
rauðsokkur sem slæður

Þær gera það sem þarf
vinna tvöfalt starf
hata þennann skarf
sem að síðan bara hvarf

Bera harm í hljóði
eiga ekki rest í sparisjóði
kafna stundum 
í höfnun og táraflóði

Einstæðar mæður
yfirgefnar hræður
fyrir þvi þeirra ástæður
þær vita hver ræður

Þær þola ekki kjaftæði
þær vilja frelsi og alræði
þó þær hangi á bláþræði
þær vilja bara 100% gæði

þær ala upp sín börn 
setja upp jólaseríur og þjófavörn
uppgjöf þeirra
sjaldgæf sem haförn

Einstæðar mæður
engar fuglahræður
harðduglegar djammlæður
aldur skyndilega afstæður

þær geta sýnst kaldlyndar
þær voru eitt sinn staurblindar
af óslípuðum demant
í lífinu,  afar vel syndar

Spjara sig sjálfar
með tekjur hálfar
vanda sitt málfar
svo hermi ekki þeirra fjölkálfar

Einstæðar mæður
fokkar í þeim, 
þú rétt ræður