Í landi þar sem litirnir
höfðu sitt eigið tungumál
bjuggu Svart og Hvítt.
Í landi þar sem litirnir
höfðu sitt eigið tungumál
reistu þau kastala úr æsku

"Hreysið ykkar engan veitir yl,
vantar alla liti' og hlýju;
reisið upp að nýju,
það hrynur við hinn minnsta byl",
sögðu litirnir í skærbleiku blokkunum sínum.

Þau spyrntu við og kváðu sáran
þessi svarthvítu hjón handan regnbogans.
Litirnir áttu alltaf lokaorðið
því þeir höfðu meiri elegans.