Blindur er bóklaus maður Stundum finnst mér ég skilja heiminn
Að ég geti lesið hann eins og opna bók
En svo byrja ég að lesa og sé mjög fljótt
Ég skil öll orðin en samhengið er ekkert

Þeim er raðað handahófskennt á síðuna
ást Hatur,ást,kOddi,,,sögnin að, krabbamein
Óþarfa endurtekningar eyða dýrmætu plássi
Reglur brotnar líkt og enginn sé morgundagurinn

Reglur sem við keppumst við að hylla
Orð sett saman sem fólk segist aldrei myndu setja saman
Örfáar rökréttar setningar fá snöggan endi
Samt eru það þær sem gera bókina lestursins virði