Ófrísk mannbrosin tala um gleðilega ást
sjá þau virkilega ekki andlitin sem þjást
stóðu fyrir viku í rigningu með hárið þurrt
gráturinn særði skynlausu dýrin í kring
þjáningin gleymd líkt og pólítík fyrir jól

róleg sitjum við í fantagóðum vinnum
hrindum öllu um koll og hlæjum og bendum
fólkið í kring horfir og fattar ekki djókið
við yppum öxlum og syngjum öll í kór
ísland ögrum sko…
epli stungið upp í kjaftinn og við borinn fram
verði ykkur að góðu

hrækjum vingjarnlega á gamlar konur í garði
Grundararnir grafa sig oní holu þegar okkur ber að
verða að koma upp þegar rigningin vætir moldu
hlustar á gufuna og bölvar einu von þessa lands
við viljum fá þau á djammið og að þau bara chilli
allir skemmti sér því afi verður aldrei milli
magic orkan heldur okkur uppi en amma farin að lúlla
mig dreymir að verða flippað gamalmenni
káfandi með göngugrind á sætum rössum á djamminu
þeir setja efri aldursmörk í gang á öllum stöðum
ofvaxin barnabörn henda okkur aumum út á götu
sömu grjónarnir týna eftir okkur dósir á Lækjartorgi

tengjumst með sítengdu adsl'i við heimabanka Guðs
hlaupum í átt að skýru ljósi og allt verður yndislegt
sjáum í fyrsta sinn einfaldleika tilverunnar
tilgangur lífsins er…*SVAMP*
við tökum andköf liggjandi í blautum sængurfötum
makinn flissar heimskulega og fattar ekki djókið
“True words are never spoken”