Skelfingin og óttinn við að vakna næsta dag
símögnuð þreytan deyfir ónotaða vöðva
ég er helsært dýr í útrýmingarhættu
byrgi inni sorgir fólksins í kring
titrandi geðshræringin fellir mig niður
lekandi augun við að gefast upp

ákveðnu handartaki ríf upp hraustlegt brjóstið
fjarlægi blóðugt sláandi hjartað
set moldugt grjót í staðin

augun vakna glóandi skýr og ákveðin
sviplaust andlitið hvorki sveipað sorg né ást
horfi daufur á grátur misþyrmts barns
í angist sinni togar í buxnaskálm mína
biður mig um ekkert nema mannlega hlýju
hristi mig lausan og finn útgrátin augun
brennimerkja mig er ég sný við því baki

þú kemur mér ekki við því að ég er ekki til
“True words are never spoken”