Breimar úti bíll,
hótar honum harður húsbóndi.
Síðan hóstar skrjóður í gang
lítill reykur læðist burt.
Heilsar mér herra næturinnar
siglir meðfram skýjunum
brosandi, með baldursbrá á höfði
morgunn heldur sína innreið
stígur létt fram sól
og býður borgina góðan dag.
—–