Ótitlað

Hvað ber
framtíðin
í skauti
sér
ef náttúran
er skósveinn
hennar?



Dregur ský fyrir sólu


Svitinn drýpur af enni mínu,
nýafstöðnu verki er lokið
og
fuglinn flýgur fyrir sólu,
tekur birtuna frá okkur.
En það birtir upp um síðir.

Þá verður
allt
gott aftur.



Þögnin.

Þú heggur
í tré
og
veist ei
hve langt
það teygir
sig

Þú heggur
á blóm
og það
blómstrar
ei meir

Þú rífur
þögnina
eftir
áraraðir
og finnur
loks frið.




-Kristjana