Hleyp lengra út í þessa kolsvarta vetrarnótt
til að hreinsa ringlaðan hug minn og hjarta
lungun stinga og bræðrablóðið brennur

sköpunargáfan geislar nýfædd svo lifandi björt
sorgin skapar nýjar víddir stórra hugsana
hann kreppir hnefann og vonar svo heitt
að þessi ást úr fjarska gefi honum sprengikraft
svo hann verði hvorki gleymdur né grafinn
líkt og forfeður sínir sem enginn man

en ísilögð náttúran er róleg og brosir blítt
hún hefur séð þetta svo ótal oft
örvinglaða unga menn sem ætla að sigra heiminn
“True words are never spoken”