Þann dag sem þú fæddist,
opnaði ég augun og varð stór.
Í hönd þína ég held,
og við göngum glöð um borgina.
Götur borgarinnar, brosa ei,
er við göngum okkar rólegu skrefum.

Við göngum ei meir,
við sitjum í herbergi, hvítu.
Og ég græt,
græt ljós rauðum tárum.
Ég græt að við erum ekki velkomin,
Ég græt að ég sé það, en ekki þú.
Ég græt því þú tekur utan um mig og mig huggar,
en starir beint fram fyrir þig á vegginn.
Ég græt tárum úr sandi
sem safnast í hrúgur tvær á gólfinu.

Eigum við að gráta saman
því heimurinn samþykkir ekki,
fólk eins og mig og þig.
G