Loftið sogast inní heim minn
með hverjum andardrætti
er ég gegn mót nýjum degi
með nótt í hjarta andlegt brotajárn
rispa ég gangstéttina
og sker blómin á háls
er ég ryðga í mjúkri dögginni.
Sólin reynir að brjóta af mér ryðið
til þess eins að við það bætist
og gleðin
sem eitt sinn fannst í ásjónu minni
hverfur undir drulluna
sem ég safna með baugunum
undir rafmagnslausum augum mínum.
—–