Ég er áskrifandi að vonbrigðum,
í vanskilum við vandræði,
endurskilgreining á vonleysi.

Drukkinn gekk dauðinn inn fyrir dyrnar.
Nú kemur sólsetur.
Hann lifði sig inn í lagið.

Vanbræði og ógleði.
Vont bragð í munni.
Sjálfsupptekning, hringspólun, leiðindalosti.

Í orðsins fyllstu merkingu.

Ég var viss, en ég vildi samt tékka.