Þarna varð maður bara staddur.
Illa svikinn….Eins og Júdas á krossinum, meðan Jesús sæti einn í lautarferð með illafengið silfurfé, skálandi með traustum fylgisveinum í Getsemane.

Ég varð að taka við því, reyna að brosa, ekki hugsa of mikið. Gnístrandi grátur dugar skammt gagnvart gangverki lífsins.

Dauðinn var handan við hornið, og svarið lá innar í götusundinu.