Skáldið Hrafn Gunnlaugsson - Skáld-Hrafn Í skugga hrafnsins.

Þessa ritgerð gerði ég í Íslensku ig í þessari ritsmíð ætla ég að fjalla um skáldið Hrafn Gunnlaugsson sem að er sjálfsagt betur þekktari fyrir margt annað en að vera ljóðskáld. Ástæðan fyrir því að Hrafn Gunnlaugsson varð fyrir valinu er aðallega sú að mér langar til að vita meira um manninn sem að hefur gjarnan verið á milli tanna á fólki í þjóðfélaginu og hefur oft verið harkalega gagnrýndur fyrir vinnubrögð sín sem þykkja oft vera í frumlegri kantinum. Einnig spilaði það líka inn í að þegar ég var að kynna mér ljóðin hans úr bókinni “Reimleikar í birtunni” rak ég augun í áhugavert ljóð í bókinni sem er kennt við töluna VI en þess má geta að ljóðin eru ekki skýrð neitt sérstakt heldur með nöfnum í þeirri bók. En í ljóðinu kemst hann svo vel að orði.

Segðu mér frá guði
Sem fyllir kirkjur
Er það sá sami
Og situr á himninum
Horfir gráðugur á vígvellina
Og gæðir sér á valköstunum

Þetta ljóð greip mig strax og finnst mér þetta ljóð persónulega einhverskonar kaldhæðnisleg ádeila á guð og fyrir það sem guð stendur fyrir en í ljóðinu er honum lýst sem einskonar hræsnar sem að horfir á vígvöllinn ofan af himnum og hlakkar t.þ þegar að mennirnir deyja einn af öðrum og ganga síðan inn í ríkið hans. Ég vissi það fyrir að Hrafn hafi eitt sinn verið í hópi efnilegustu ljóða höfundum landsins en þetta ljóð vakti áhuga minn og ákvað ég þá að slá til og segja frá ljóðum þessa merka manns og grennslast fyrir um það hvort Hrafn hafi verið jafn gott skáld og hann er sem leikstjóri eða var hann bara óttalegt leirskáld? sem að fólk hefði aldrei nennt að leggja á minnið.
Hrafn er betur þekktur sem kvikmyndagerðarmaður og hefur unnið marga sigrana á þeim vígvellinum en þrátt fyrir það hefur Hrafn einnig verið gagnrýndur fyrir það að stinga stundum peningum í eigin vasa úr styrktar sjóðum en það er önnur saga. Stærstu afrek Hrafns á kvikmynda sviðinu er sennilega kvikmynd hans “Í skugga hrafnsins sem fékk samdóma lof gagnrýnenda víða um heim og hlaut mörg verðlaunin á erlendum kvikmyndahátíðum. Eins og allir vita er Hrafn Gunnlaugsson orðinn goðsögn í íslenskum kvikmynda iðnaði.
Þess má einnig geta að Hrafn Gunnlaugsson er sérstakur fugl, þó ekki sé hann fleygur. Hann býr á Laugarnesinu í ansi sérstöku húsi og lóðin hjá honum er full af niðurníddum sjávarútvegsdóti sem hann túlkar sem mikilfengleg listaverk. Hrafn var líka eitt sinn kenndur við útvarpsþáttinn Matthildi með þremur góðum æskuvinum og skólabræðrum sínum þeim Þórarni Eldjárn rithöfundi og Davíð Oddsyni f.v forsætisráðherra en þeir þættir voru frumsamdir útvarpsþættir þeirra félaga sem fjölluðu um ýmiss gamanmál tengd Íslensku þjóðinni og vöktu þættirnir mikla lukku. Hrafn hefur gefið út þrjár ljóðabækur fyrst gaf hann út Ástarljóð síðan kom Grafarinn með fæðingartengurnar og síðan Reimleikar í birtunni sem er sú síðasta sem kom út eftir nokkuð langt hlé.
Auk þess að hafa fengist við kvikmyndagerð hefur hann auk þess samið fjölda verka t.d útvarpsleikrit, sjónvarpsleikrit, sjónvarpsþætti, leikrit, skrifað ljóðabækur og hefur oftar en ekki látið til sín taka í opinberri pólitískri umræðu og lætur ósjaldan til sín taka. Hann er ófeiminn við að koma skoðunum og sjónarmiðum sínum og framfæri, hann liggur ekki á skoðunum sínum og honum er ekkert óviðkomandi.




Meginmál


Skáldið Hrafn Gunnlaugsson er afar persónulegt skáld og er mjög einlægur í öllum ljóðum sínum. Ljóðin eru mjög ólík og byggir hvert ljóð fyrir sig sjálfstætt kerfi sem er gerólíkt frá ljóði til ljóðs. Öll ljóðin búa yfir mikilli hugsun Hrafns og er greinilega skáld gáfað og gott þarna á ferð sem er greinilega mjög lífsvanur maður einnig sem skáldið hefur velt vandlega fyrir sér öllum staðreyndum heimsins í smáatriðum og stóratriðum. Í ljóðunum má finna mikið af rökleysum en þrátt fyrir það má vel lesa þau eins og rök þar sem að öll ljóð eru mjög persónuleg og endurspeglast tilfinning Hrafns fyrir yrkisefninu vel í textunum. Hrafn er greinilega ekki mikið fyrir hefðbundin ljóð og notast lítið við t.d stuðla og höfuðstafi heldur eru ljóðin sett saman eftir kúnstarinnar reglum höfundar og standa ljóðin þrátt fyrir það vel ein og sér. Hrafn yrkir mjög opinskátt í ljóðum sínum og gefur lítið fyrir lög og reglur ljóðamálsins sem að önnur ljóðskáld yrkja eftir. En Hrafn hefur eflaust alltaf verið mikill uppreisnarseggur í sér með rótækar skoðanir og lætur ekki stjórna sér í ljóðlistinni eins og einhver strengjabrúða heldur yrkir bara á þeirri tungu sem töluð er í kringum hann og er Hrafn ófeiminn við að bæta inn í ljóðin sín ný-yrðum, frösum og slettum úr erlendum tungum inn í ljóðamálið sem út af fyrir sig gera ljóðin hans einstök.

Í ljóðum sínum fjallar hann um sjálfan sig, ástina, göturnar, Reykjavík og allt milli himins og jarðar og túlkar ljóðin öll á sinn einstaka innilega og rómaða hátt. Hrafni er ekkert óviðkomandi í ljóðum sínum en í ljóðum hans er það samt alltaf Hrafn sem að talar til lesendans og virkar það þannig á mann að Hrafn sé einhverskonar boðberi sannleikans eða þýðandi veruleikans þar sem að hann leikur sér með staðreyndir heimsins hægri, vinstri, afturábak og áfram. Það sér hvaða maður sem er sem að les ljóð Hrafns að þarna er vel skólaður maður á ferðinni og að þessi maður sé búinn að útpæla hlutina út í gegn. Þessi viska Hrafns kemur vel fyrir í ljóðunum Við, um okkur, frá okkur… og …Til okkar en þessi ljóð eru einskonar tvíeyki og hljóma svona.

Við, um okkur, frá okkur…

Tölum ekki um kynslóð okkar.
Við höfum ekki tíma til þess.
Ekkert er jafn þreytandi og að hvíla sig
Ekkert er jafn stressandi og að slappa af.
Leiðinlegt að skemmta sér.
Einmannaleikinn ægilegur í fjölmenni.
Sorgin sárasta hamingjan.
Ef við eigum ekki erfiðleika
Að berjast við
Þá búum við þá til.

Að lifa af lífið er þrekraun.
Stríð hugans
eru oft miklu ægilegri
en þau sem geysa
Á vígvöllunum.
Hrökkvi tíminn í baklás
höfum tíma til
Að taka eftir tímanum;
þá einbeitum við okkur
að sjálfsmorðum
eða reynum
þanþol kynlífsins

Þvælum út orðinu tími
af ótta við tímann.
Notum það í öllum merkingum.
Spurningin er að tíma
og spara ekki neitt,
Segjum:
Ég hef sigrað tímann tímanlega,
Því tímanns vegna hefði ég ekki tíma
Til að fyrirbyggja sjálfan mig
Í tíma – en nú er ráð í
Tíma tekið!!! Þannig
Bjarga spakmælin manni alltaf út úr tímabundnum
Vandræðum!

Í þessum kveðskap kveður Hrafn um tímann og hversu tíminn getur verið okkur dýrmætur og einnig talar hann mikið um það hversu tíminn sé slæmur og telur hann upp alla helstu ókosti hans t.d hversu allt er tímafrekt, hversu lítinn tíma við höfum, hversu langan tíma hugarstríðin ógurlegu í heilunum á okkur geysa og það að lifa tímann sé eintóm kvöl, pína og þrekraun. Það er greinilegt að á bakvið hvert orð í ljóðinu er mikil hugsun og djúpar pælingar. Þetta ljóð er mjög óhefðbundið og setur hann ljóðið upp á sinn einstaka hátt og er pælingin sennilega sú að ljóðið fái vel að njóta sín og boðskapurinn komist til skila í gegnum þessa framsetningu.
Hrafn er greinilega ekki mikill aðdáandi tímans yfirleitt en þegar að kemur að tíma fyrir að leyfa ástinni að blómstra er allt annað upp á teningnum eins og í seinni hluta kvæðisins.

…Til okkar

Tölum ekki um
kynslóð okkar.
Ég segi við hana Öbbu
hans Hallgríms:
Veistu!
að stundum held ég,
að ég sé svipmynd
í draumi einhvers annars,
að mig sé að dreyma
að Hún sé til
þá þríf ég í hendur hennar
hræddur um að fíflið
sem dreymir okkur bæði
vakni á næsta augnabliki
og að við hverfum.

Enginn tími
Nema þetta augnablik
þegar ljóðið hrýtur á blað,
hrætt
við að týnast í tímanum.
En tíminn muna að sjálfssögðu
skera úr um það.

Í þessum hluta ljóðsins ber Hrafn samann tímann og ástina. Hversu lítinn tíma tveir ástfangnir einstaklingar fá að njóta og er hreinlega að segja hvað hver stund sé mikilvæg í augum elskenda sem að eru að elskast á einn eða annan hátt en síðan þurfa þau að rjúka út til að sinna skildum hversdagsleikans. Einnig vill hann meina að sum ástarsambönd geti verið háð tíma og hvort ástarsambandið geti hreinlega týnst í tímanum en aðeins tíminn einn getur skorið úr um það eins og hann segir í kvæðinu og bindir frábæran enda hnút á kvæðið. “Hvað er ást án tíma og tími án ástar” segir Hrafn einnig í ljóði sínu Jóla náttir úr sömu orðabók þar held ég hann hitti líka naglann á höfuðið og undirstrikar það í eitt skipti fyrir öll að án tíma höfum við ekki tíma fyrir ást og hinsvegar ef við gefum okkur ekki tíma í ástarsamböndin þá fjara þau út en þannig lýsir hann ástinni í takt við tímann. Þetta ljóð er samið skömmu eftir að Hrafn útskrifaðist sem stúdent þannig að ég get vel trúað að hann hafi samið þetta ljóð í rómantískum hugleiðingum eftir stúdentsprófin.

Það fer ekki á milli mála að Hrafn er mjög persónulegur í ljóðum sínum og í textagerð hans ná tilfinningar Hrafns að brjótast út á skemmtilegan hátt. Hrafn kemst ávalt vel að orði enda orðheppinn með eindæmum. Hrafn hefur mótað sinn eigin stíl í ljóðunum í öllum þeim bókum sem hann hefur gefið út og ekki er mikinn “keim” af öðrum ljóðastefnum í ljóðum hans. Ég held að ljóð Hrafns séu líka algjörlega tímalaus, þar á ég við að þau eigi seint eftir að úreldast einfaldlega vegna þess að skáldið velur sér hnitmiðuð viðfangsefni sem að ávalt eru tímalaus eins og innri tilfinningar, ást og eimleiki en hann gerir það ekki sem skáld að yrkja um djarfa menn sögunnar, sorglega atburði né yrkir um staðhætti sem ég tók eftir að hann nefnir að ég held aldrei nein örnefni eða götuheiti í ljóðum sínum heldur talar hann bara um að hann sé að ganga um stræti en nefnir þetta tiltekna stræti ekki á nafn. Hrafn á það til í sumum ljóðum að lýsa persónum og honum fellst það ágætlega úr hendi, þá meina ég að honum gengur vel með að lýsa karakternum sem persónurnar eru en samt nær hann ekki að lýsa nógu vel innri manni persónanna heldur sýnir þá bara á yfirborðinu. Einnig finnst mér sárlega vanta að hann lýsir útliti og andlistdráttum persóna lýtið sem ekki neitt.
Til að lýsa einu ljóði þar sem að Hrafn lýsir persónu þá valdi ég ljóðið VII en það ljóð taldi ég vera best lýsandi dæmið og persónu sköpun Hrafns í ljóðlistinni. Það sem heillaði mig mest var að þetta var saga sem segir frá einni af okkar hafsins hetju sem siglir fleyinu milli staða innanlands eða jafnvel erlendis og gegnir þeirri virðingar stöðu um borð að vera maðurinn í brúnni og hefur það ábyrgðar hlutverk að passa upp á sjómennina um borð sem eru yngri og vitlausari en hann. Annað á þó eftir að koma á daginn í ljóðinu þar sem sjóarinn gallharði og síkáti er ekki allur þar sem hann er séður.
En svona hljómar ljóðið:

Hann gerðist sjómaður
og sat löngum í brúnni
Þegar konur komu í netin
kallaði hann á lærisveinana
og sagði þeim frá syndinni.

Hann gekk með þá meinloku
að móðir hans væri ennþá hrein mey
og fæðing hans kraftaverk.

Á þessum eyðnitímum
er sjálfsagt að taka tillit
til svona hugmynda.

Hér dregur Hrafn upp mynd af sjómanni sem að ætti venjulega vera álitinn sem mikið hörkutól og gall harður sjóari. En persónan sem hann hefur að geyma er akkúrat andstæðan við ímyndina en þessi sjóari er greinilega mjög trúaður að eðlisfari, fer eftir orði guðs í einu og öllu og lætur sennilega allt böl fara mikið fyrir brjóstið á sér og tekur boð og bönn biblíunnar mjög alvarlega enda er hann óhræddur við að lesa þeim ritninguna um sifjaspjöll og afleyðingar sem þeim gætu fyllt þ.a.s lauslæti, framhjáhaldi, óvæntar þunganir og alla þá ótal kynsjúkdóma sem að berast eins og eldur um sinu á þessum tímum alnæmis. Sjóarinn er meira að segja það trúrækinn að hann telur móður sína vera ennþá hreina mey og fæðing hans sé kraftaverk og er Hrafn þá væntanlega að gefa það í skin að persónan lýtur á sjálfan sig sem frelsarann endurfæddan.
Í enda ljóðsins gerir hann grein fyrir afstöðu ungu sjóaranna um borð en þeim þykir sjálfsagt að velta fyrir sér þessum um hugmyndum þar sem nú eru eyðnitímar en virðast samt ekki gefa mikið fyrir þau orð sem að hann predikar til þeirra. Þessi karakter sem að Hrafn býr til í þessu ljóði finnst mér vera mjög vel skapaður, enda er persónan mjög staðföst og mesta snilldin í sköpuninni er sú hvernig Hrafni tekst að búa til svona sterka týpu sem er akkúrat andstaða ímyndarinnar sem að sjóarar eru svo fastur í og tekst Hrafni svona líka vel upp.

Hrafn yrkir ekki bara um hamingjuna, lífið, hugarástand, ást og rómantík heldur yrkir hann einnig um sorgina. Ég rak augun í eitt sorglegt ljóð í bland við ást og endurfundi. Ljóðið sem að ber titilinn “In Memoriam” er samið um Ellen Sveinsson (f. 1888 – d. 1974) ömmu Hrafns. Ljóðið varð til í kirkjugarðinum í Gamla kirkjugarðinum í Reykjavík við kistulagninguna sama ár og hún andaðist. Ellen var þá grafin í sömu gröf við hlið eiginmanns síns Þórðar Sveinssonar, afa Hrafns, sem hafði andast 20. árum á undan henni.

kornunga brúður
ég bið þér hvíldar
í örmum unnusta þíns
hér hefur hann sofið
undir sænginni hvítu
og sverðinum
sem grænkar á vorin
þegar hjörtun ærast
af ástríðum og fljúga
út úr brjóstunum

haglélið fer hamförum
um garðinn
gamla leiðið hans opið
hann opnar þér faðminn
í fæðingu dauðans
ó hversu gott
er að hitta hann aftur
ungan og sterkan
eftir öll þessi ár
laus við lágnættið kalda
og lúið hold
liggja í örmum hans
mold af mold

Á þessu ljóði sést glöggt að nú ríkir mikil sorg yfir skáldinu enda góðvinur fallinn frá, elskaður ástvinur. Í upphafi ljóðsins er hann að kveðja ömmu sína í hinsta skipti þar sem hún liggur prúðbúin og sofandi. Skáldið gerir sér síðan í hugarlund að síðan muni hún sofna svefninum langa í jörðinni við hlið mannsins sem hún elskaði. Innst inni veit skáldið að sá látni sé á leiðinni í annan heim, og í þessu tilfelli er hún að fara aftur til eiginmanns síns sem hún hefur ekki séð í 20. ár. Þegar hann síðan sér opið leiðið hans afa síns kemur upp í huga hans að nú muni afi hans opna henni nýja leið inn í fæðingu dauðans. Í seinasta erindinu veltir hann fyrir sér fyrstu kynnum afa síns og ömmu eftir allan þennan tíma og hugsar með sér, mikil ósköp séu þau feimin að hittast aftur ung og falleg uppi á himnum eftir öll þessi ár, laus við allt ranglætið og áhyggjurnar á jörðinni og geta núna bara slakað á og legið hliðina á hvort öðru um ókomna tíð grafin í moldinni.














Lokaorð

Þegar að yfirferð minni um Hrafn Gunnlaugsson er lokið hinn merka mann er margt sem stendur upp úr þá sérstaklega tilfinningin, einlægnin, raunsæið og stílbrögðin sem að standa sérstaklega upp úr að mínu mati en Hrafn vel sér frekar einstætt ljóðaform en tekst síðan líka svona afbragðs vel upp af mínum mati. Þegar á vinnu stóð fór ég líka í gagnagrunn Morgunblaðsins og fann ritdóma bókanna frá þeim tímum þar sem að Hrafn fékk mikið lof fyrir þessi sérstöku stílbrögð og ef ég stikla á stóru stóð í sumum dómunum að Hrafn ætti mikla og bjarta framtíð fyrir sér í ljóðlistinni. Hrafn var álitinn upprennandi ungskáld á sínum tíma og var álitinn hafa náð góðum tökum á ljóðinu. Eflaust hafa margir orðið hissa þegar að Hrafn vatt sér alfarið út í gerð kvikmynda og sjónvarpsþátta og tók sér langt frí frá útgáfu ljóðabóka eftir útgáfu tveggja vinsælla ljóðabóka þeim Ástarljóð og Grafarinn með fæðingartengurnar. Langur tími leið þar til Hrafn vatt sér aftur inn á ljóða ritvöllinn og kom þar sterkur inn eftir langt hlé með samansafn af ljóðum undir nafninu Reimleikar í birtunni sem hann hafði sjálfur samið í millitíðinni og hafði þá mikið vatn runnið til sjávar.
Í inngangi varpaði ég fram spurningunni “hvort Hrafn hafi verið jafn gott skáld og hann er sem leikstjóri eða var hann bara óttalegt leirskáld?”
Þegar ég fleygði fram þessari spurningu vissi ég ekkert um skáldið Hrafn Gunnlaugsson, og sennilega hefði ég ekki trúað því ef einhver maður út í bæ hefði sagt mér það á förðum vegi, ég hefði hrist hausinn og verið þröngsýnn. En það er ekki allt sem sýnist, eftir talsverðan fyrirgrennslan komst ég að því þegar ég leitaði í gagnasafni Morgunblaðsins að Hrafn hafi verið hörku skáld og honum var spáð miklum frama í listgrein þessari. Síðan þegar ég fór að lesa ljóðin hans og var byrjaður að skilja pælingarnar á bakvið þau þá sannfærðist ég fyrst og ef satt skal segja frá þá sannfærðist ég ennþá meira með hverju ljóðinu sem var. Þó mér finnist ljóðin hans góð er ekki endilega það að segja að hann hafi verið eitthvað framúrskarandi ljóðskáld á íslenskum mælikvarða. Við skulum samt líta á í þessu samhengi að Hrafn hefur samt sem áður ekki átt neitt frægt ljóð sem komist hefur á spjöld sögunnar sem að á eftir að lifa í manna minnum t.d eins og Tíminn og vatnið eftir Stein Steinarr. Þegar að Hrafn gaf út þessar ljóðabækur var hann ungur og var álitinn gríðarlegt efni. En því miður fékk Íslenska þjóðin aldrei að njóta ljóða Hrafns þegar hann var orðinn fullorðinn og kominn á sitt besta skeið, þ.a.s við fengum aldrei að heyra það besta frá honum. Þessi hugleiðing kom upp í huga mér þegar ég frétti af fráfalli knattspyrnumannsins George Best sem að náði aldrei að sýna sitt besta á gull aldar árum sínum vegna þess að hann sök í drykkju og var búinn á því þegar að þeim kom. Sömu söguna má einnig segja um Hrafn f.u það að hann hefur sennilega aldrei átt í erfiðleikum með að fara með vín en hann gaf ljóðlistina upp á bátinn fyrir kvikmyndagerðina. Ég held persónulega að það hefði verið gaman að fylgjast með Hrafni halda áfram að búa til ljóð og einbeita sér af þeim af fullum krafti, þá hefðum við örugglega fengið e-ð bitastætt frá honum sem hefði getað komist á spjöld sögunnar að minnsta kosti á Íslandi.
En Hrafn tók síðan kvikmyndirnar fram yfir ljóðin enda kannski skiljanlegt þar sem að mun meira fjármagni er varið til kvikmynda heldur en ljóða. Þó ég persónulega hafi ekki gaman af myndum Hrafns á hvíta tjaldinu held ég að hann hefði orðið mun betra skáld en kvikmyndamaður þó vissulega sé hann farsæll á því sviði og hlotið lof en þó oftar en ekki harða gagnrýni.
Einnig get ég ekki ímyndað mér það að Hrafn sjái í dag eftir því að hafa hætt ljóða skriftunum enda hefur hann komist vel af í því starfi sem hann tók sér fyrir hendur. En ég hugsa að það sorglegasta sem Hrafn hefur þurft að sætta sig við sem uppgjafar ljóðskáld er það að hann mun aldrei vita hversu góður hann hefði getað orðið.