Hvítir veggir, hvítir sloppar
Hvítt
Gamlingjar sitja við sjónvarp
Gleymdir
Neyðast til að horfa á
Glæstar vonir og kartöfluauglýsingar
Ungt fólk í blóma lífsins
Eins og það hjálpi
Klukkan slær átta
Allir hafa gleymt gamlingjunum

Gömul kona í blómahafi
liggur máttvana
í blómahrúgunni
Blóm á borðinu, blómasængurver
ekkert nema blóm.
Hún getur ekki gengið
það er þoka
Þunglyndisveður
Framtíðin er í stíl

Ef það væri sól
gæti hún þá gengið?

Hús fullt af biluðu fólki