Er það fullvissan um að við munum drottna yfir hnettinum og heimi þessum þegar nóg er vitað?
Hvernig er hægt að fá nóg út úr óendanleikanum?
Er það ekki svo að sá sem allt veit veit meira en hann kærir sig um að vita?
Hvar látum við staðar numið?
Kannski hefur það nú þegar skeð.
Kannski er maðurinn sífellt endurskapaður af sjálfum sér aftur í yndislega vitsmunaþurrð hamingjunnar.
Kannski er lokasannleikurinn sem að við náum að það er best að vera bara vitlaus og unna sáttur við sitt.
Hver tekur svo sem hlut sem endar alltaf eins alvarlega?
Ekki ég.
Ég er bara vitleysingur!
For in that sleep of death what dreams may come.