að lífið yrði svo svart.
Ég hélt að ef ég brosti,
yrði lífið allt svo bjart.
Fór eitt sinn út að kvöldið til,
gekk í átt að sjónum.
Með hægri hönd af hamingju
og vinstri fulla af tjónum.
Ég sat þar ein í kvöldroða
og hugsaði um þessa stund.
Opnaði hægri hendina
og stráði hamingju á grund.
Þegar líða fór á miðnætti,
er ég lagði af stað heim,
Þá var hönd full af tjónum,
en hún var aðeins ein.
Ég gekk á milli húsa,
sá þar einn mann koma.
Hann greip mér um öxl og hirti mig,
tók gleðina sísvona.
Biðin er á enda
og ég ligg uppfull af ótta.
Kem mér upp og reyni
að stinga hann af á flótta.
Í marga daga og mánuði,
ég sit hér ein og sorgmædd.
Bíð eftir að fá einhvern,
því ég er mjög svo skíthrædd.
Eftir mánuði sem líða eiga
þá á ég von á barni mínu.
Stressuð að hálfu en glöð í plús,
bíð ég eftir lífi þínu.
Ég held á þér en hlusta lækninn,
fæ tár því ég heyri hann segja
Að þú sé ei frískur engillinn minn,
þú ert við það að deyja.
Eins manns rusl er annars manns fjársjóður…