einhvern veginn held ég
að örlaganornirnar
hafi verið á breytingaskeiðinu
þegar þær ófu minn úfna vef…

þá var Drottinn ábyggilega skelþunnur
Satan á enn einu sýruflippinu
Amor örvalaus
og Afródíta á túr…



en Bakkus minn ástkæri vin
var óvenju afkastamikill
þennan kalda rigningardag í apríl
nítjánhundruð áttatíu og tvö…
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.