Ljóðið er margrætt, en tómleikinn getur táknað tvennt í mínum huga (eflaust fleiri túlkanir til):
Í fyrsta lagi getur hann táknað einmannaleika einstaklingsins, þar sem sálin er tóm. Fólk felur venjulega þessa hlið á sér og sýnir annað andlit út á við. Þessi gríma, sem fólk setur upp fyrir aðra, þar sem það lætur eins og allt sé í lagi myndi vera hinn ljósi hestur.
Hins vegar getur tómleikinn táknað innihaldsleysuna í nútíma auglýsinga- og upplýsingasamfélaginu, þar sem umbúðirnar (ljósi hesturinn) deyfa skynjun fólks, svo það sér ekki tómleikann sem býr að baki.
Amicalement,