Það í mér er sverð
sem særir þig
en ég vil þig ekki særa
Þú bara alls ekki sérð
hvað ég geri við þig
þú heldur að það sé fallegt sem ég er þér að færa

Nú ert þú bundinn
í mínum vefi
þú sérð ei hver ég er.
Ég er öllum enn ófundin
en það leikur enginn efi
að þú ert að laðast að mér

Er þú í grasinu lágst
á enginu uppí sveit
og líktir mér við rós.
En ég finn aldrei ást
ég kann ekki á þá leit
Það vaxa þyrnar á minni rós