Bjöllurnar kalla, og góða fólkið kemur núna
snemma að morgni hvíldardags til að iðka trúna
og ég segi við það í hljóði að ég bið að heilsa guði
og að ég kíki kannski í kaffi þegar ég hætti þessu bulli

Bjöllurnar kalla, ég rís við síðustu slögin
soddan djöfull að vakna með ský inn í höfði
og svarta skammdegishiminn sem hylur alla birtuna
þetta er ekki rúmið mitt, ég kannast ekki við hana
ég læðist á lappir, reyna að sleppa óséður
skýið er órólegt, það stefnir í óveður
ég læðist rólegur, tábergið hvíslar á fjölunum
opna hurðina varlega, það ískrar í hjörunum
lokaði henni á eftir mér, vjúff, ég er sloppinn
ég geng út ganginn og renni upp fyrir frostið

Ég opna hurðina, og geng út í auðan heiminn
þar sem kuldin er kóngurinn og sólin aum og feimin
ég sé krakka stara á mig og hnoða snjóbolta
sjálfsagt kæra þau sig ekkert um svona óþokka
en ég spái ekki í krökkunum í kringum mig
keyri bara áfram með hökuna á bringunni
og með þungum skrefum þruma ég á Íslandið
þanka mína á nýfallið, hvítt lakið

Bjöllurnar kalla, fólkið stígur út í sólina
sem að heilsar þeim blíðlega eftir nóttina
og ég stend þarna í skugganum, baka til
sofandi, líklegast, ég á ekki að vera vakandi
ég sé foreldra með börnin og börnin með brosin
gangandi á vatni því að tjörnin er frosin
og ég segi við það í hljóði að ég bið að heilsa guði
og að ég kíki kannski í kaffi þegar ég hætti þessu bulli