Ég leit upp í fjallið
og sá flóðið koma
æðandi niður fjallshlíðina
og stefndi beint
á okkur.
Hún hrinti mér
til hliðar og sagði
“leyfðu því að taka mig!”
Áður en ég gat áttað mig
var hún horfin
undir snjóinn
og ég ein eftir í ærandi
þögninni.
Þegar ég kom heim
í þorpið okkar
sagði ég mönnunum
að leita á röngum stað
því ég vissi að hún
vildi ekki láta leita að sér.
Hin dapra systir mín
liggur frosin
í snjónum
í fjallshlíðinni
sem aðeins ég veit um.
P.s. Ef einhver hefur séð samsvarandi ljóð einhversstaðar annarsstaðar þá er það algjör tilviljun :)