strákpatti kenndur við stjórnmál
styttri í annan endann
sál hans þrædd uppá saumnál
slysin eilíft hend'ann

draumur væri að drepa hann
davíð krullupinna
hann ekkert veit og ekkert kann
og ekkert þarf að vinna

tökum saman höndum tveim
og tíu eða fleiri
og tröðkum fast á tappa þeim
sem telur sig okkur meiri

því enginn grætur íslending
einan sér og freðinn
þó hann þykist vera þarfaþing
í þjóðarblómabeðin

honum við færum hárkollu
á háglansandi fati
og stingum til stubbsins bjórkollu
svo standi hann ekki á gati

nú kosningarnar koma senn
við kjósum að fjórum árum
þá velja við skulum vinstrimenn
því valgerður fer úr hárum

og forsetanum fálkaorðu við
færum strax í kvöld
því vissulega þarf að veita lið
þjóðhöfðingja sem aleinn er við völd

þó ekkert geri allan daginn
eilífar fúlgur fær
og grísnum gengur allt í haginn
með gulli slegnar tær

ég hef ekki minnstu hugmynd
um hvað ég hef verið að segja
ég er ósköp venjuleg íslensk kind
og ætla nú að þegja

þó svo sannarlega sumir
skilið eigi mitt tuð
þá tel ég mig þekkja mín takmörk
og takmarka nú þetta suð