Andlit í bláum glugga
heilsar mér á morgnana
og kveður á kvöldin.

Handan götunnar, hangandi
upp á vegg, horfir þögult
á mig og alla hina.

Andlit í bláum skugga,
einsemdina boðar
úr litlum glugga.