Sólin skín svo björt.
Yljandi geislar hennar rata inn um
gluggann og rifurnar á veggnum.

Komdu út, kallar þú,
komdu út í birtuna.

En ég get mig hvergi hrært.
Ástríður mínar eru læstar inni í skáp,
og lykillinn löngu týndur.