Í kvöld er myrkrið svo bjart
en hugurinn svo þungur
og hjartað lagði inn
uppsagnarbréf hjá yfirvöldum.

stutt er sá uppsagnafrestur
og búið að pakka niður og ganga frá.
þung er sú byrði,
farangur hjartans.

Töskurnar fullar af sandi,
táknrænum sandkornum,
uppfullar af tilfinningalegu gildi.
Þungur er farangur hjartans
enn… minning ein, hugans.

Hjartað sagði upp þetta bjarta kvöld
og yfirvöld buðu betri og betri kjör,
en allt kom fyrir ekki.
Og svo settist hugurinn þunglega niður
vonsvikinn og reiður,
blótandi yfirvöldum fyrir
lélega frammistöðu.
G