Ef að allur heimsins auður,
allt í einu byðist mér.
Í framan yrði eins og sauður,
er hann ekki þegar hér?

Því ekkert ég í heimi á,
í heildina meir að virði.
En að vit' að vænta má,
vinarstoð við byrði.

Huggun mikil er það mér,
er myrkur yfir hvílir.
Vina mín að vit' af þér,
vinur sem mér skýlir.