í baði sýrusorgar
ég bráðna og afmyndast
einsog lítið barn sem vælir og orgar
ég berst fyrir lífi mínu
ástin er undirförul
ógeðsleg og slímug
slóttug og svikul
og mér blæðir fyrir það

ég upplifði ást
hélt að lífið væri fullkomið
sú hugmynd brást
og nú er það rotið
eyði mestum mínum tíma
einn og með sjálfum mér
brosið er gríma
sett upp fyrir alla hina

kalið hjarta
og fölnuð sál
við sjálfan mig kvarta
tendra reiðibál
ráfa um nóttina
í leit að svari
tala við stúlkuna
hún vill að ég fari

heim ég held á ný
og hugsa minn gang
heilinn einsog blý
þungur og óþjáll
loks ég finn svarið
ég vill hana ei
og nú er það farið
þetta ógeðslega slím

mér líður mun betur
þó að það megi enn skána
maður gerir einsog maður getur
til að þrauka
nú vantar bara vin
til að allt sé gott
en með hjarta úr tin
er ekki mikil von

-The Poet
you think I'm different, when we are truly the same, I only show what others hide.