Sá sem gaf mér auga í dag,
gaf mér par af máðum glerkúlum
í vöggugjöf.

Og einhver sendi boð með blænum.

“Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið”

Og ég veit að án hans,
er ég bara lítið strá
hrímað í frosti,

og engir sannir vegir fá blásið í mig lífi.
Í meinum var hún fegurst allra systra minna. Rebekka 2002.