Ég samdi þetta ljóð fyrir tveimur árum þegar vinkona mín dó..var að finna það aftur og langar að sýna ykkur..

Eilíf ást

Stundum mér finnst eins og lífið sé búið,
og heimurinn snúist á móti mér.
En þó að sál mín og hjarta sé lúið
fékk líf mitt loks tilgang er kynntist ég þér

Þú blést í mig lífi, þú lýstir mér leið,
þú kenndir mér aftur að lifa.
Þú kenndir mér að þó að ég væri í neyð,
héldi lífsklukkan áfram að tifa.

En nú ertu dáinn og farin frá mér,
lífið er svo tómlegt án þín.
Því líf mitt fékk tilgang er var ég með þér
og nú leka úr augunum tár mín.

Þú varst mér allt og ég elskaði þig,
og það mun ég ávallt gera.
Þú hafðir svo gífurleg áhrif á mig,
og í hjarta mér þú munt ætíð vera.

Ég vildi að þú værir enn mér við hlið,
ég dauða þinn mun aldrei skilja.
Á hverjum degi ég fyrir þér bið,
og sorg mína reyni að hylja.

Ég lít oft í spegil og þar sé ég þig,
þú brosir og sýnir mér hlýju.
Þú hlærð og þú segir ánægð við mig:
“Brátt verðum við saman að nýju”.