Ég geng eftir afskekktum vegi
Í sólskini
Ég sé fugl
Fallegan og lítinn fugl sem syngur svo fallega
Ég segji ,,hæ litli fugl” og flauta á móti
Hann kemur nær og lítur á mig
Ég horfi í augu hans
Og sé þá dimmann skugga
Tómleika
Ég kem nær honum, allt í einu byrjar að rigna
Og litli fuglinn fer
Ég fer heim og hugsa um litla fuglinn
Mér fannst eins og augu hans minntu mig á einhvern
Kannski mig
Næsta dag sé ég litla fuglinn
En í þetta skipti er hann ekki fljúgandi
Heldur liggur hann bara þarna
Hreyfingalaus
Ég kem við hann
Hann er kaldur
Það rennur tár niður kinn mína
Og ég segji ,,litli fugl ég vildi að ég hefði hjálpað þér”
Fólk starir á mig
Ég tek litla fuglinn upp
Strýk honum varlega
Þá finn ég að það er barið létt á fingur mér
Það er hjartað hans
Ég strýk tárin úr augunum
Þá sé ég litlu bláu augu hans opnast
Hann flýgur á öxl mér
Og hvíslar að mér einhverju sem ég skil ekki
Ég horfi á eftir honum
Og segi í hljóði vertu sæll fallegi fugl
Þessi litli fugl
Táknaði eitthvað
Sem hugir minn skilur ekki
Og enn í dag þá hugsa ég til litla fuglsins
Sem bjargaði lífi mínu