Ég horfi út á götu:

Gamall rauður bíll
sem bíður í ofvæni
eftir að einhver setjist inn í hann
og keyri af stað.

Yfir honum fljúga svartir hrafnar
sem öskra
,,farðu af stað´´.

Niðri á götunni sjást gráir skór
stíga inn í bílinn
og aka burt.

Yfir bílnum fljúga hvítir hrafnar
sem gráta,
,,komdu aftur´´.